Það hljóp á snærið hjá löreglunni þegar þeir gómuðu ökumann vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Hann var umsvifalaust sviptur frelsi sínu og færður á lögreglustöð. Þar kom á daginn að hann ætlaði að viðhafa nafnleynd og neitaði að framvísa skilríkjum. Við athugun fannst nafn hans og kom þá á daginn að maðurinn var eftirlýstur. Tekin voru úr honum lífssýni og hann síðan læstur inni í fangaklefa þar sem hann dúsir enn.
Þetta var nótt innbrotanna. Tilkynnt var um innbrot í bílskúr. Reiðhjóli og verkfærum stolið. Þá var brotist inn í bifreið í bílastæðahúsi í Reykjavík. Rúða var brotin og verðmætum stolið. Brotist var inn í heimahúsi í Vesturbæ Reykjavíkur. Loks barst lögreglu tilkynning um tvo vafasama menn sem fóru inn á byggingarsvæði í Kópavogi. Þegar þeir urðu varir við lögreglu reyndur þeir að komast undan á hlaupum en lögreglumennirnir höföu betur og þeir voru handteknir skammt frá. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.
Glöggur borgari sá til tveggja þjófa og veitti þeim borgaralega eftirför og hringdi í lögreglu. Aðgerðin gekk upp. Þjófarnir voru handteknir af lögreglu og þeir vistaðir í fangaklefa
Drukkinn einstaklingur missti stjórn á sér í heimahúsi svo eignaspjöll hlutust af. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Hans bíður að vakna upp á gúmmídýnu og fara yfir sín mál.
Ýmis smærri mál rak á fjörur lögreglunnar. Tilkynnt um umferðaróhapp í Hvalfjarðargöngum. Lögreglumenn frá stöð 4, ásamt lögreglunni á Vesturlandi, fóru í málið. Göngunum var lokað í tvígang vegna þessa í gærkvöld.
Þá bárust tilkynningar um einkennilegt aksturslag á bifreið sem ók Suðurlandsveg til höfuðborgarinnar. Bifreiðin var stöðvuð í höfuðborginni. Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lögregla og slökkvilið voru um miðnætti send að alelda sumarhúsi í Miðdal.