Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Nótt þjófanna í Reykjavík – Ofbeldisseggur með kylfu og piparúða slasaði tvo

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjófar voru víða á ferli í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Seint í gærkvöld var maður handtekinn, grunaður um innbrot í heimahús. Hann var gómaður skammt frá innbrotsstað með peninga og verðmæti sem hann gat ekki gert grein fyrir. Þjófurinn var í afar annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa þar sem hann hvílir á gúmmídýnu þar til hægt verður að ræða við hann með nýjum degi.

Annar þjófur var á ferðinni laust eftir klukkan tvö í nótt. Þjófavarnakerfi fór í gang við innbrotið. Lögregla fór strax á staðinn og náði manni á vettvangi. Sá er grunaður um innbrotið. Maðurinn var með þýfi á sér. Hann var vistaður í fangaklefa, rétt eins og kollega hans fyrr um kvöldið.

Upp úr klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um innbrot í kjörbúð þar sem fleiri en einn þjófur voru á ferð. Tilkynnandi gat lýst mönnunum sem voru að brjóta sér leið inn í verslunina. Tveir aðilar voru handteknir skammt frá vettvangi grunaðir um innbrotið.

Tilkynnt um líkamsárás í gærkvöld þar sem árásaraðili beitti piparúða og kylfu. Tvö fórnarlömb voru flutt á slysadeild . Málið er í rannsókn.

Ökumaður var stöðvaður við akstur, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis.  Þá hafði hann ekki öðlast ökuréttindi. Sá próflausi var látinn laus eftir hefðbundið ferli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -