Í nótt riðu yfir þrír jarðskjáltar allir yfir fjórum að stærð og á Reykjanesskaganum. Sá stærsti var 4.6 að stærð og varð klukkan rúmlega þrjú í nótt
Þetta kemur fram í upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Allir skjálftarnir eru að eiga sér stað nærri Fagradalsfjalli og Keili. Annar skjálti mældist rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og sá mældist 4.3 að stærð. Þá var annar skjálfti klukkan rúmlega hálf sex í morgun og sá var 4.2 að stærð.
Í nótt urðu 660 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum og fjöldi þeirra mældist yfir þremur að stærð. Að mestu hafa allir þeir skjálftar verið bundnir Fagradalsfjalli, Keili og Trölladyngju.
Líkt og Mannlíf greindi fyrst frá sýndu mælingar frá gervitungli í gærmogun að kvikumyndum hefur orðið á Keilissvæðinu og eldgos gæti verið í fæðingu.