Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Nóttin örlagaríka – Horfðu á jörðina opnast: „may – day, may – day“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 23.janúar næstkomandi eru 49 ár liðin frá eldgosinu í Vestmannaeyjum. Gosinu lauk í júlí sama ár en er dagurinn sem gosið hófst enn ferskt í minni þeirra sem upplifði atburðinn.
Kraftaverk var að það hafi tekist að bjarga fólki frá gosinu og stórum hluta af eignum fólks sem þar bjó.

Tveimur dögum fyrir gosið höfðu sára litlar jarðskjálftahrinur átt sér stað í Mýrdal og á Laugarvatni. Upptökin voru talin nálægt Heimaey eða Veiðivötnum og því ekki hægt að segja að Eyjamenn hafi fengið viðvörun við því sem átti eftir að gerast.

Ýmsar sögur hafa verið sagðar í gegnum árin frá því þegar gosið hófst. Ein þeirra er hvað þekktust en voru það tveir vinir í miðnæturgöngutúr sem urðu varir við upphaf gossins. Þar sem þeir vinir stóðu á fjallstindi sáu þeir jörðina opnast og eldtungurnar teygja sig upp á yfirborðið. Lögreglunni barst tilkynning um eldinn og þegar hún mætti á vettvang sá hún fljótt hvað var að gerast. Eldgosið var hafið.
Íbúar vöknuðu, vöktu nágranna og kveikt var á brunalúðrum. Innan við klukkutíma síðar voru allir íbúar vaknaðir og drifu sig eins hratt og mögulegt var niður á bryggju um miðja nótt. Í bók Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar Vestmannaeyjar, byggð og eldgos lýsa íbúar atburðinum. Skelfing og hugrekki er það sem flestir eru sammála um að hafa upplifað nóttina örlagaríku.

Mikið óveður hafði verið daginn áður og því voru allir bátar við bryggjuna. Þeir sem voru á veiðum sigldu rakleitt í land til þess að ná í fólk og rétta hjálparhönd.
Loftskeytastöðin sendi frá sér alþjóðlegt neyðarkall „may – day, may – day“ og upphaf eldgossins tilkynnt þar á eftir.

Fyrsti báturinn fór frá bryggju hálftíma eftir upphaf gossins. Þrátt fyrir öldugang og þétt setna báta tókust björgunaraðgerðir ótrúlega vel. Lang flestir íbúa voru fluttir með skipum en nokkur hundruð me flugvélum. Undir morgun hafði tekist að bjarga öllum af eyjunni að undanskildum 200-300 manns sem urðu eftir til þess að bjarga eignum íbúa.
Björgunarsveitir mættu á staðinn og varð til mögnuð samvinna. Tókst að flytja heilu búslóðirnar upp á land eða í öruggt skjól auk bifreiða og annarra hluta.

Því miður tókst ekki að bjarga öllu og grófust nokkur hús undir hrauninu. Þá voru önnur sem fóru hálf undir hraun en urðu samt eldi að bráð.

- Auglýsing -

Þrekvirkið sem var unnið í Eyjum þennan örlagaríka dag var ótrúlegt. Með samvinnu tókst að bjarga fólki frá náttúrúhamförunum sem munu ávallt lifa í minni Eyjamanna og íslendinga allra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -