Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Nú er mál að linni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undanfarin ár hafa deilur um ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins verið nokkuð áberandi í opinberri umræðu, einkum þá þegar hagsmunasamtök atvinnurekenda og forstjórar fyrirtækja hafa opinberlega gagnrýnt Samkeppniseftirlitið fyrir ákvarðanir, ýmist um sektir vegna brota á samkeppnislögum, s.s. samráð eða misnotkun á markaðsráðandi stöðu, eða stöðvun á samruna.

 

Einn þeirra sem hefur gagnrýnt eftirlitið verulega er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í grein sem hann birti á vef Samtaka atvinnulífsins í fyrra sagði hann að nú væri hreinlega nóg komið. Ekki væri hægt að búa við samkeppnislöggjöfina eins og hún væri núna og ræddi hann þar sérstaklega um að nauðsynlegt væri að færa lögin í það horf í þeim væri tekið tillit til alþjóðlegrar þróunar.

„Nú er mál að linni. Það er orðið nauðsynlegt að bæta fjölmargt í samkeppnislögum og framkvæmd þeirra. Stjórnmálamenn geta ekki forðast það lengur að ræða samkeppnismál efnislega. Það er búið að beina því til ráðamanna í mörg ár að skerpa þurfi á lögum og færa framkvæmdina nær því sem gerist í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. Búi íslensk fyrirtæki við verra starfsumhverfi að þessu leyti er samkeppnishæfni þeirra lakari. Allir landsmenn tapa á því.

„Stjórnmálamenn geta ekki forðast það lengur að ræða samkeppnismál efnislega.“

Samkeppniseftirlitið á ekki að stýra því hvernig íslenskt viðskiptalíf er uppbyggt. Spurningar hljóta að vakna um það hversu trúverðug ofangreind ummæli forstjórans eru. Að Samkeppnisyfirlitið hafi ekki fundið tíma til að komast að niðurstöðu um að brot hafi verið framin, ef það telur sig hafa fyrir því sannanir. Svari hver fyrir sig en það er ekki laust við að viðtengingarvísan rifjist upp: Efa sé og efa mundi – átján rófur á einum hundi. Efa mundi og efa sé – átján dindlar á einu fé,“ sagði Halldór Benjamín meðal annars.

Meiri samkeppni – ekki minni

Fjörutíu hagfræðingar innan háskóla í Evrópu, þar á meðal Christos Genakos við Cambridge-háskóla, skrifuðu á dögunum sameiginlega grein þar sem minnt var á mikilvægi samkeppninnar, ekki síst á tímum hins alþjóðavædda heims þar sem landamæraleysi einkennir viðskipti.

- Auglýsing -
Christos Genakos við Cambridge-háskóla.

Í greininni eru færð rök fyrir því, að nú sé mikilvægt að stíga skref til að efla samkeppni en ekki draga úr henni, t.d. með því að samþykkja samruna og sífellt færri risa á ákveðnum sviðum.

Er sú röksemd sögð veikburða í greininni og er frekar litið til þess að þau fyrirtæki sem nái fótfestu í oft harðri samkeppni séu líklegri til að vaxa og dafna á heilbrigðan hátt – almenningi til heilla. Er samruni Siemens og Alstom nefndur sem dæmi um samruna sem mögulega geti leitt til meiri hagnaðar fyrir hluthafa en hann geti líka leitt til hærra verðs fyrir neytendur og einnig erfiðari inngöngu fyrir ný fyrirtæki, þar sem þau ná ekki að þróa sínar vörur og efla þær vegna yfirburðastöðu risans sem hefði orðið til.

Er meðal annars sagt að það sé ekki æskilegt að búa til fáa evrópska risa, á ákveðnum sviðum. Frekar sé æskilegt að standa vörð um samkeppnina og hugsa um mikilvægi minni fyrirtækja líka, sem séu oftar en ekki að vinna í vöruþróun og nýsköpun sem stærri fyrirtækin þurfi að keppa við. Með því að búa til evrópska risa þá sé hættan á því að það dragi tennurnar úr nýsköpun, og þar geta þau ríki sem hafa átt erfiðast uppdráttar af ýmsum ástæðum – meðal annars þau sem eru einangruð, t.d. Ísland – lent í því að upplifa fábrotnari tækifæri til vaxtar og vöruþróunar, fyrir innlend fyrirtæki.

- Auglýsing -

„Evrópa þarf fleiri skilvirk, samkeppnishæf og nýsköpunardrifin fyrirtæki. Með því að heimila samruna og búa til fáa evrópska risa, þá yrði unnið gegn því og farið í öfuga átt,“ segir í lokorðum hagfræðingana.

Kjarninn fjallaði ítarlega um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -