Frá og með deginum í dag kostar þúsund krónur að leggja við gosstöðvarnar. Hægt er að greiða fyrir bílastæðið í Parka-smáforritinu.
Buið er að setja upp skilti þar sem þessar upplýsingar koma fram en það eru landeigendurnir sem rukka fyrir bílastæðin.
Landeigendurnir hafa boðað að rafrænu eftirliti verði komið á og von sé á nýjum bílastæðum nær gosstöðvunum til að auðvelda aðgang. Með framkvæmdunum mun gönguleiðin sjálf líklega styttast um þrjá kílómetra.
Landeigendur hafa áður sagt að ekki standi til að innheimta aðgangseyri að gosstöðvunum heldur aðeins fyrir bílastæðin. Aðallega sé verið að reyna að mæta fólki sem vill sjá gosið.
Raunin er sú að fjölmarga munar um 1000 krónur og alls ekki eru allir til í að greiða slíkt gjald. Það er fjarri lagi að allir séu sammála um að taka eigi gjald fyrir bílastæði. Fólk er jákvæðara fyrir því að styrkja björgunarsveitirnar sem standa langar vaktir, daga og nætur.