Ný gossprunga myndaðist á miðnætti á eldstöðvunum á Reykjanesskaga. Sprungan er á milli upprunalega gossins og þess nýja samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
Samkvæmt Veðurstofunni virðist sem nýja sprungan sé á því svæði sem björgunarsveitarfólk varð vart við jarðsig í gær. Svæðið er um 150 metra langt, um það bil 420 metrum norðaustan við upptök eldgossins í Geldingadölum. Bílastæðin voru opnuð klukkan 6 í morgun en viðbragðsaðilar funda klukkan 9 um þróun mála og eru líkur á því að breytingar verði gerðar.
„Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ sagði Kári Rafn Þorbergsson, björgunarsveitarmaður í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, í samtali við Vísi.