- Auglýsing -
Tryggingastofnun býður nú upp á nýjung er snýr að þjónustu viðskiptavina stofnunarinnar. Nú er hægt að panta símaráðgjöf og þá á að berast símtal næsta virka dag frá TR á milli 12 og 15.
Borið hefur á því að fólk sem hefur reynt að nýta sér þjónustuna fái hreinlega ekki neitt símtal þrátt fyrir að vera búið að fá staðfestingu þess efnis að símtal muni berast þeim næsta dag.
Vonandi eru það einungis byrjunarörðugleikar hjá Tryggingarstofnun sem eiga eftir að lagast og allt ganga eins og smurt.