- Auglýsing -
Young Karin gefur út nýtt lag á föstudaginn.
Söngkonan Karin Sveinsdóttir, betur þekkt sem Young Karin, sendir frá sér lagið Flood á föstudaginn. Þetta er fyrsta lagið sem Young Karin sendir frá sér í tvö ár.
Lagið er samið og framleitt af Loga Pedro. Sturla Atlas er gestasögnvari í laginu.
Aðdáendur Young Karin geta glaðst því meiri ný tónlist er á leiðinni frá Young Karin. „Von er á meira efni frá henni á næstu misserum,“ segir í fréttatilkynningu frá Les Fréres Stefson-útgáfunni.
Lagið Peakin’ með Young Karin kom út fyrir tveimur árum síðan og náði töluverðum vinsældum.