Eins og Mannlíf greindi frá fyrst allra fjölmiðla þá eignaðist formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, stúlkubarn þann 9. febrúar síðastliðinn.
Eins og gefur að skilja eru Kristrún og maður hennar, Einar Bergur Ingvarsson, í sjöunda himni og hafa þau nú þegar gefið stúlkunni ákaflega fallegt nafn – Ragnhildur Steinunn, í höfuðið á ömmum sínum – en hjónin eiga fyrir stúlku sem fædd er árið 2019.
Fréttablaðið náði tali af Kristrúnu ekki svo löngu eftir að Mannlíf birti frétt sína um að Kristrún væri búin að eiga.
Þetta sagði hún:
„Hún fæddist 9. feb. Allir við góða heilsu, allt gekk vel og stóra systir hæstánægð. þær systurnar svipaðar þegar mættu i heiminn 3,4 kg en sú minni vel hærð,“ sagði Kristrún.