Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Nýja árið hér og þar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enginn skyldi ætla að heimsbyggðin sé á einu máli um hvenær eitt ár endar og annað tekur vel. Í Rómaveldi hófst nýtt ár með marsmánuði til 2. aldar fyrir okkar tímatal en þá var nýársdagur settur á 1. janúar. Karlamagnús hafði nýársdag á boðunardegi Maríu eða 25. mars og hér norður á Íslandi voru áramót á jólunum til 16. aldar. Trúarbrögð, lönd og menningarsvæði hafa mörg enn sín tímatöl þar sem áramótin eru tengd árstíðunum, vorkomunni eða trú íbúanna. Hér eru fylgja nokkur dæmi.

1

Rosh Hashanah

Í gyðingdómi var nýju ári fagnað dagana 4.-6. september síðastliðinn. Þá fagna þeir nýju ári manna, dýra og lagasamninga og telja guð sinn hafa lokið við sköpun heimsins á þessum fyrsta degi í sjöunda mánuði almanaksins, á fyrsta degi tishreimánaðar árið 5774 að þessu sinni.

2

Nowrūz

Nýársfagnaður Írana eða Persa, og reyndar fleiri þjóða, stendur í heila þrettán daga.  Þeir fagna nýju ári á jafndægrum á vori, á tímabilinu 19.-21. mars. Þegar sólin er nákvæmlega yfir miðbaugi jarðar skiptast menn á gjöfum við borð þar sem essunum sjö hefur verið komið fyrir; spegill táknar himininn, epli jörðina, kerti eldinn, rósavatn vatn jarðar, gullfiskur dýr jarðarinnar og máluð egg tákna mannkyn og frjósemi.

3

Gháájí’

- Auglýsing -

Tímatal sitt miðuðu Navahóar í suðvesturhluta Bandaríkjanna við gang tungls og stjarna. Orðið merkir hálft eða helmingur en átt er við skiptingu árstíðanna. Indíánarnir fagna þessum tímamótum í byrjun októbermánaðar.

4

Odunde

Öldum saman hefur Yorubaþjóðin í Nígeríu suðvestanverðri og í Benín fagnað áramótum 2. og 3. okúdù eða júní og í júníbyrjun á næsta ári rennur árið 10056 upp hjá þeim. Margir Bandaríkjamenn af afrískum ættum hófu að fagna tímamótum þessum árið 1975 og teljast þau nú mestu hátíðahöld þeirra á austurströnd Bandaríkjanna. Þangað hópast þá menn af afrískum ættum úr öllum heimshornum til gleðinnar.

- Auglýsing -
5

Puthandu

Að fornum og hefðbundnum hætti bæta Tamílar 23° sveiflu við jafndægur á vori og fagna nýju ári því um 14. apríl. Fjölskyldur koma saman á blómum prýddum og skreyttum heimilum, gleðjast við mat og drykk og sums staðar færa fullorðnir ógiftum og börnum peningagjafir. Á nýársdag lauga menn sig í jurtafylltum böðum og vitja ættingja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -