Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Nýja platan „bragðarefur“ íslenskrar og afrískrar menningar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Logi Pedro mun senda frá sér nýja plötu þann 21. ágúst. Platan Undir bláu tungli er önnur breiðskífa hans en hans fyrsta plata, Litlir svartir strákar, kom út sumarið 2018.

Haustið 2018 og vorið 2019 fór Logi Pedro í upptökuverkefni á vegum Aurora Foundation til Síerra Leóne og er þessi nýja plata tekin upp bæði í Síerra Leóne og á Íslandi.

Í ferðinni til Síerra Leóne kynntist Logi nútímalegri afrískri popptónlist, sem í daglegu tali er kölluð Afrobeats eða Afropop. „Úr varð íslensk poppplata runnin undan rifjum afrískrar popptónlistar,“ segir í tilkynningu um væntanlega plötuna.

Logi flutti til Íslands ásamt fjölskyldu sinni fyrir 25 árum á ættir að rekja jafnt til Íslands sem og Angóla. Hann fagnar uppruna sínum á plötunni sem hann lýsir sem „bragðaref“ íslenskrar og afrískrar menningar.

„Fáninn hefur verið áberandi í réttindabaráttu fólks af afrískum uppruna síðustu áratugi…“

Sigurður Oddson hönnuður sá um listræna stjórnun plötuumslagsins ásamt Loga Pedro.

„Á umslaginu má sjá norrænan krossfána í Pan-Afrísku litunum, en mannréttindafrömuðurinn Marcus Garvey hannaði upprunalega Pan-Afríska fánann á þriðja áratug síðustu aldar. Fáninn hefur verið áberandi í réttindabaráttu fólks af afrískum uppruna síðustu áratugi og var áberandi í Black Lives Matter mótmælum ársins í ár,“  segir um umslagið.

- Auglýsing -

Upptökustjórn plötunnar var í höndum Löga en Magnús Jóhann Ragnarsson og Arnar Ingi Ingason voru honum innan handar við upptöku laganna Móðir og Mann Setur hljóðan. Sæþór Kristjánsson sá um hljóðblöndun. Platan er gefin út af Les Freres Stefson og dreift af Sony Music Denmark.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -