Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Nýlendur“ á landsbyggðinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lið á landsbyggðinni sækja mun fremur í erlenda leikmenn en knattspyrnulið á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim 229 erlendu leikmönnum sem hófu leik í fyrstu umferð léku 136 með liðum á landsbyggðinni.

Karlalið á landsbyggðinni hefur á að skipa 3,2 erlendum leikmönnum að meðaltali en karlalið á höfuðborgarsvæðinu 1,8 leikmönnum. Hjá konunum hafa landsbyggðarlið að meðaltali 2,6 erlenda leikmenn samanborið við 0,9 á höfuðborgarsvæðinu.

Ástæðan fyrir þessu er tiltölulega einföld. Lið á landsbyggðinni hafa úr færri leikmönnum að velja, enda ekki hlaupið að því að fylla 16 leikmanna hóp í fámennu bæjarfélagi. Hvað þá hóp sem er samkeppnishæfur við stærri lið á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur líka reynst liðum á landsbyggðinni erfitt að fá íslenska leikmenn til liðs við sig. Bæði hugnast mörgum leikmönnum ekki að búa úti á landi auk þess sem launakröfur þeirra þykja of háar. Í flestum tilfellum er þess vegna ódýrara að sækja leikmenn til útlanda.

Grindavík og ÍBV eru þau lið í efstu deild karla sem eru með flesta erlenda leikmenn innanborðs þegar flautað var til leiks í fyrstu umferð, eða níu talsins hvort lið. Hjá konunum var Selfoss með flesta erlenda leikmenn, fjóra talsins, og ÍBV og Þór/KA með þrjá hvort. Víða á landsbyggðinni er að finna lið sem eru að uppistöðu skipuð erlendum leikmönnum. Eru þetta lið eins og Snæfell úr Stykkishólmi (13), Víkingur Ólafsvík (8), Vestri (7), Fjarðabyggð (6) og Einherji á Vopnafirði (6).

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -