Nýbyggingar Landspítalans kosta 16,3 milljörðum króna meira en kostnaðarmat gerði upphaflega ráð fyrir. Heildarkostnaðurinn verður tæplega 80 milljarðar.
Morgunblaðið greinir frá. Þessi mikli aukakostnaður kom í ljós eftir fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði.
Haft er eftir Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra opinbera hlutafélagsins Nýs Landspítala, að aukið umfang verkefnisins skýri kostnaðaraukninguna. Einn stærsti liðurinn í þessum aukakostnaði er stækkun meðferðarkjarna spítalans um 17 þúsund fermetra.