- Auglýsing -
Nýr Sturla GK 12 kom til Grindavíkurhafnar á fimmtudag, en hann er í eigu útgerðarfélagsins Þorbjarnar hf., sem keypti skipið af Berg-Huginn ehf í Vestmannaeyjum.
Stefnt er að því að Sturla fari á veiðar í lok júní ef allt gengur eftir. Báturinn hét áður Smáey VE 444 og var smíðaður árið 2007 í Gdynia í Póllandi fyrir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum en þar á undan bar skipið nafnið Vestmannaey VE 444.
Myndir frá komu Sturlu má sjá á vef Grindavíkurbæjar.