Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut í gær Grammy-verðlaun í flokknum besta tónlist fyrir myndræna miðla fyrir tónlist sína þáttunum Chernobyl.
Hildur var glæsileg þegar hún tók við verðlaununum. Förðunarfræðingurinn Karim Sattar sá um förðunina og notaði vörur frá Dr. Hauschka.
Hildur klæddist svo einstökum kjól frá hollenska hönnuðinum Iris van Herpen en kjólarnir hennar eru afar nýstárlegir og minna helst á listaverk. Iris van Herpen hefur vakið athygli fyrir að nota óvenjulegar aðferðir í hönnun sinni en hún hefur til að mynda notað þrívíddarprentara við gerð kjólanna.
Hildur bar svo stóran hring frá skartgripahönnuðinum Jonathan Johnson.
Sjá einnig: Hildur hlaut Grammy-verðlaun