Farþegar frá sex löndum eru frá og með deginum í dag undanskildir frá kröfum um skimanir og sóttkví vegna COVID-19.
Mbl.is greinir frá því að von sé á átján flugvélum til landins í dag, rétt eins og síðustu daga og reiknað sé með allt að 2.500 farþegum. Ellefu vélanna koma frá löndum sem eru nú á lista yfir lönd sem eru undanskilin kröfu um skimanir við landamærin og sóttkví, en þau lönd sem eru undanskilin eru Danmörk, Noregur, Finnlandi, Þýskaland, Færeyjar og Grænland.
Í frétt mbl.is segir að fyrsta slíka vélin hafi reyndar komið í nótt frá Kaupmannahöfn. Næsta vél kom frá Luton í morgun klukkan 8. Eftir það komi hver vélin á fætur annarri.
Þá er greint frá því að hvorki landlæknir né almannavarnir verðir með sérstakar ráðstafanir í Leifsstöð þótt nýja fyrirkomulagið taki gildi í dag. Starfsfólk Isavia, lögreglan á Suðurnesjum og sýnatökufólk verða á staðnum.