Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Nýtt kviku­hlaup eða eld­gos lík­legt á næstu vik­um: „Landrisið held­ur áfram“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áfram heldur landris í Svartsengi á svipuðum hraða og und­an­farna daga; það þykir benda til að nýtt kviku­hlaup eða eld­gos sé lík­legt á næstu vik­um, en þetta sagði Sig­ríður Magnea Óskars­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í viðtali við mbl.is.

Kemur þar fram að breyt­inga í landrisi varð fyrst vart í byrj­un vik­unn­ar; en gögn­ sem safnað verður á næstu dög­um og vik­um, verða nýt­t til að skýra bet­ur breyt­ing­ar og þróun inn­an kviku­kerf­is­ins.

Áðurnefnd Sig­ríður Magnea seg­ir að tiltölulega stutt sé síðan Veður­stof­an hóf að taka eft­ir breyt­ing­um; nú sé beðið eft­ir frek­ari gögn­um:

„Það er lítið við að bæta annað en að landrisið held­ur áfram og skjálfta­virkn­in er lít­il. Ef þetta ætl­ar að hegða sér svipað og síðustu gos má gera ráð fyr­ir að nokkr­ar vik­ur séu í að eitt­hvað fari að ger­ast. Það er hins­veg­ar frek­ar stutt síðan við nám­um breyt­ing­ar, þannig til þess að hún sé markverð þurf­um við að bíða aðeins leng­ur til að geta sagt til um hvort breyt­ing­in sé markverð,“ sagði Sig­ríður Magnea.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -