Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Nýtt Mannlíf komið út – stútfullt af áhugaverðu efni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngleikurinn Níu líf, sem byggir á lífshlaupi Bubba Morthens, verður frumsýndur
í Borgarleikhúsinu 13. mars. Þetta er risasýning á allan hátt og um 60 manns
sem koma að hverri sýningu, leikarar, dansarar, kór, sviðsfólk, tæknifólk og
fleiri. Sjálfur kom Bubbi ekkert að handritsskrifum eða vali á tónlist en segir að
það sé bæði spennandi og óþægileg upplifun að sjá atburði lífs síns svona utan
frá og það hafi orðið til þess að hann sjái ýmislegt í nýju ljósi. Eiginkona hans,
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, kannist hins vegar ekkert við þennan
mann sem birtist í verkinu.

Verkföll félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa mikil áhrif á barnafjölskyldur í Reykjavík. Ásdís Gunnarsdóttir, tveggja barna móðir, segist vera reið vegna ástandsins. Ásdís skrifaði færslu um málið á Facebook í fyrradag og lýsti ástandinu á heimilinu. Hún segir það vera „óbærilegt“ fyrir dóttur sína sem er með einhverfu og skertan þroska.

Fólk með undirliggjandi sjúkdóma óttast mjög að smitast af kórónaveirunni að sögn formanns Öryrkjabandalags Íslands. Þeim sem eru veikir fyrir stafar meiri ógn af veirunni en þeim sem eru hraustir. Línur Hjálparsíma Rauða krossins hafa verið rauðglóandi undanfarna daga. Öryrkjar og aldraðir eru áberandi í hópi innhringjenda.

María Dungal líffæraþegi er ein margra Íslendinga sem eru í aukinni smithættu af COVID-19 kórónaveirunni vegna undirliggjandi sjúkdóma. Dagsdaglega þarf hún að passa upp á sig og forðast flensu og aðrar pestir en núna er aukin hætta vegna kórónaveirunnar og kannski ekki síst vegna þess að fregnir berast af því að Íslendingar sem koma erlendis frá reyna í einhverjum tilvikum að koma sér undan því að vera í sóttkví.

„Að minnsta kosti fimm barnafjölskyldur bíða þess nú að verða endursendar til Grikklands,“ segir Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati segir óboðlegt að senda fólkið aftur til Grikklands. Engu máli skipti þó að þau hafi þar stöðu flóttamanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -