Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Óánægjan með Bjarna innan Sjálfstæðisflokksins fer vaxandi: „Með náhirðina rappandi um eigið ágæti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Botninum er ekki náð enn á hann skal stigið með náhirðina rappandi um eigið ágæti, óendanleika og ómissanlegt mikilvægi fyrir alþýðu Íslands.,“ skrifar sjálfstæðismaðurinn Jón Kristinn Snæhólm um ástandið í Sjálfstæðisflokknum undir formennsku Bjarna Benediktssonar. Jón er innmúraður í flokknum en hefur verið talinn einn af lykilmönnum í hulduher Guðlaugs Þórs Þórðarssonar al.ingismanns og fyrrverandi áskoranda Bjarna Benediktssonar.

Gríðarleg óánægja er innan flokksins með þau áform valdakjarnans að fresta áformuðum landsfundi sem átti að fara fram í febrúar. Talið er að frestunin sé áformuð til þess að kaupa tíam fyrir Bjarna formann sem skilaði flokki sínum í sögulegri lægð eftir síðustu kosningar. Bjarmn mælist gríðarælega óvinsæll í könnun Maskínu. 65 prósent þeirra sem tóku afstöðu segja að hann standi sig illa.

Jón Kristinn er harðorður í yfirlýsingu sinni á Facebook.

„Endilega fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins! Endilega að stinga hausnum í sandinn og sýru sjúga. Upp með dalina, niður með fjöllin. Já flatneskjan lífi og látum liddur leiða lið,“ skrifar Jón Kristinn.

Bjarni hefur ekki gefið annað til kynna en að hann hyggist sitja áfram og leiða flokkinn. Í áramótaávarpi í Morgunblaðinu er enginn bilbugur á formanninum og hann segir að flokkurinn fari nú í þá vinnu að byggja sig upp í stjórnarandstöðu. Ljóst er að stór hluti flokksmanna vill hann á brott.

Jón Kristinn Snæhólm og Guðlaugur Þór Þórðarson eru samherjar.

Færsla Jóns Kristins í heild sinni:

Endilega fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins! Endilega að stinga hausnum í sandinn og sýru sjúga. Upp með dalina, niður með fjöllin. Já flatneskjan lífi og látum liddur leiða lið.
Botninum er ekki náð enn á hann skal stigið með náhirðina rappandi um eigið ágæti, óendanleika og ómissanlegt mikilvægi fyrir alþýðu Íslands. Endilega frestum landsfundi enda í eðli okkar að ferðast í ótíð ey og mæta á fundi sem ekki eru fyrirfram settir að hætti stalinískrar föðurhyggju

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -