Laugardagur 7. september, 2024
9.7 C
Reykjavik

Óðinn og Björn segja stórslys í vændum: „Þjónkun gagnvart körlum sem eru í þessum bæ álitnir guðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, er ekki alls kosta sáttur með áætlanir meirihlutans á Akureyri um að byggja blokkir sem gnæfa yfir fræga brekku bæjarins. Hann bendir einnig á að eðlilegra væri að leyfa öðrum að koma einnig með tillögur.

„Smekkleysið með öruggan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Dapurlegt að spilla svona heildarmyndinni af Innbænum og fallegri brekkunni ofan hans. Meirihlutinn samþykkti að fela verktakafyrirtæki að þróa þessi ósköp áfram en hafnaði tillögu um að hleypa öðrum að – hugsanlega með aðrar hugmyndir. Einn og sami verktakinn virðist ráða ferðinni í þróun byggðar í bænum. Já, mér er annt um heildarsvip gömlu Akureyrar,“ skrifar Óðinn á Facebook og birtir myndir af þessu.

Björn Þorláksson, annar fjölmiðlamaður á Akureyri, tekur undir með honum. „Einhver huglausasta, ábyrgðarlausasta og skammsýnasta ákvörðun bæjarfulltrúa á Akureyri var að leggja niður meirihluta og minnihluta – útvatna stjórn bæjarins í einhverja djöflasýruhugmynd um Hálsaskóg þar sem allir áttu að vera vinir. Ef enginn snýst til varna hafa þeir betur sem fyrir hafa mestar bjargir! Var erfitt að skilja það? Í enn einu skipulagsslysinu sem nú er í uppsiglingu – enn einni þjónkuninni gagnvart körlum sem eru í þessum bæ álitnir guðir af því að þeir útvega stundum hnípnum íbúum vinnu, virðist engin leið að henda reiður á ábyrgð og sök ógæfunnar – því allir eru með öllum, allir í sleik,“ segir Björn.

Hann segir þetta einfaldlega smekkleysu. „Heilt yfir verð ég að segja að öll 25 árin sem ég hef búið hér hefur einhver furðuleg blanda af vondum nýjungum og karpstöðnun einkennt skipulagsmál og eru dæmin of mörg til að ég nenni að hefja upptalninguna. Ég mun ekki sakna snilli Akureyringa í þessum málaflokki en ég tel að þeir hafi engan rétt til að rústa bænum með smekkleysu – eins og minn ágæti vinur Óðinn Jónsson kallar það. Myndin er skjáskot af veggnum hans. Girðið ykkur nú í brók, bæjarfulltrúar, og takið rugl ykkar til baka!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -