Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Óður til mannslíkamans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steindór Grétar Jónsson, blaðamaður á Stundinni, hlustar aðallega á teknó en segist þó vera með frekar breiðan smekk þegar kemur að tónlist. En hverju skyldi hann Steindór mæla með á fóninn um helgina?

„Á föstudagseftirmiðdegi er tilvalið að hressa sig við eftir erfiða vinnuviku og hlusta á Sister Sledge – We  Are Family. Allir helstu diskóslagarar systrasveitarinnar voru samdir fyrir þessa plötu undir dyggri handleiðslu Nile Rodgers og Bernard Edwards. Svo er varla þess virði að hlusta á titillagið nema það sé plötuútgáfan í allri sinni átta mínútna dýrð.

Á laugardegi þarf svo að hækka orkustigið aðeins og skella Kraftwerk – Tour de France Soundtracks á fóninn. Nýjasta (eða síðasta?) plata þýsku frumkvöðlanna tók hljóðheim þeirra inn í 21. öldina til að marka 100 ára afmæli frönsku hjólreiðakeppninnar. Hún er óður til mannslíkamans og getu hans til að hjóla í gegnum mótlæti.

Á sunnudegi er svo orkan uppurin og þörf á að hugsa sinn gang og taka stöðuna á tilverunni. Þá passar engin plata betur en Talk Talk – Spirit of Eden. Um að gera að taka sér kaffibolla í hönd og stara út um gluggann eða á hvítan vegg og leyfa ljúfri rödd Mark Hollis að friða sálartetrið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -