Laugardagur 26. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

„Óður til píanósins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þriðja breiðskífa raftónlistarmannsins Bistro Boy, Píanó í þokunni, kom út þann 1. október 2018. Bistro Boy er hliðarsjálf tónlistarmannsins Frosta Jónssonar en hann hefur fengist við tónlist af ýmsum toga um langt skeið.

„Vinnuferlið við þessa plötu var dálítið öðruvísi en á fyrri plötum. Ég setti mér stífari ramma í upphafi, bæði varðandi hljóðheiminn og lögin sjálf. Ég vildi byggja lögin í kringum gömul hljóðdæmi og lagabúta sem ég hef viðað að mér í gegnum árin og reyna að halda mig við fremur einfaldar melódíur. Þá er platan líka einskonar óður til píanósins sem hefur fylgt mér lengi svo ég lauma inn píanói í flest laganna með einum eða öðrum hætti þó það heyrist ekki endilega,“ segir Frosti sem ásamt fleirum stendur einnig að baki plötuútgáfunnar Möller Records sem gefur út íslenska raftónlist.

Píanó í þokunni.

Hann segir að platan sé persónuleg eins og fyrri plöturnar hans en hann hefur einnig sent frá sér EP-plötuna Sólheimar (2012) og breiðskífurnar Svartir Sandar (2016) og Journey (2013) auk nokkurra smáskífa. Hann hefur komið fram á tónlistarhátíðum hérlendis sem erlendis svo sem Secret Solstice, Iceland Airwaves og Dias Nordicos í Madrid og mun spila á Airwaves í nóvember.
„Píanó í þokunni er að einhverju leyti þakklætisvottur fyrir að hafa fengið tíma og tækifæri til að búa til tónlist og píanóið á líklega einn stærstan þátt í að svona fór. Ég sem alla tónlist og spila á öll hljóðfæri en fékk bróðurdóttur mína, hana Eiri Ólafsdóttur, til að spila á selló í tveimur laganna á plötunni. Hún er mikið hæfileikabúnt, er þriðjungur í hljómsveitinni Ateria sem sigraði músíktilraunir í ár og á pottþétt eftir að láta meira að sér kveða í tónalistinni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -