Það eru ýmsir möguleikar á að gera gott úr sumrinu 2020. Til að mynda gefst þeim sem bæta vilja við þekkingu sína einstakt tækifæri til að sækja ódýr og líka ókeypis námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og edX.org.
Menntamálaráðuneytið niðurgreiðir námskeiðin og kosta fólk því aðeins 3000 krónur en þau námskeið sem eru ókeypis eru í formi netnámskeiða af vef edX.org. Er þessi ráðstöfun liður í tímabundnu átaki stjórnvalda til að skapa náms- og atvinnutækifæri fyrir fólkið í landinu.
Sum námskeiðin eru kennd í fjarnámi en önnur í húsnæði Endurmenntunar. Úr ótal áhugaverðum námskeiðum er að velja eins og sjá má á vef Endurmenntunar.
Ekki er úrvalið lakara hjá edX.org og að þeim standa ótal virtir háskólar. Með því að smella hér má sjá þau tæplega 3000 námskeið sem í boði eru.