Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Þögn um fjölda barna sem leikskólakennari beitti ofbeldi: „Við hörmum þetta sorglega mál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Sá sorglegi atburður varð í Leikskólanum Sólborg að starfskraftur Hjallastefnunnar varð
uppvís að alvarlegu broti í starfi. Starfskrafti var samstundis vísað úr leikskólanum og
foreldrar sem málið sneri að látnir vita og upplýstir um málið. Bæði stjórnendur skólans og
foreldrar tilkynntu málið strax til Barnaverndar Suðurnesjabæjar. Barnavernd tók þá
ákvörðun að vísa málinu til lögreglu,“ segir í yfirlýsingu frá leikskólanum Sólborg í Sandgerði vegna þeirra alvarlega atburðar sem átti sér stað þar nýverið þegar starfsmaður braut gegn barni. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft málið til rannsóknar og er rannsókn lögreglunnar nú lokið.

Leikskólinn vill ekki gefa upp frekari málsatvik eða hvort fleiri en eitt barn hafi orðið fyrir ofbeldi starfsmannsins.

Alvarlegt og sorglegt

Í yfirlýsingunni segir að vegna trúnaðar við málið í heild, börn og fjölskyldur, hafi stjórnendur og annað starfsfólk í Leikskólanum Sólborg í Suðurnesjabæ ekki leyfi til að gefa upp málsatvik eða frekari upplýsingar aðrar en þær að málið hafi verið unnið í nánu samstarfi við þá foreldra sem málið snýr að sem og starfsfólk Suðurnesjabæjar, Miðstöð Hjallastefnunnar, Barnaverndar Suðurnesjabæjar og Lögregluna á Suðurnesjum.
„Við hörmum þetta alvarlega og sorglega mál en viljum koma á framfæri að farið var eftir
öllum viðeigandi aðgerðum sem og ráðleggingum Barnaverndar og lögreglu. Málið hefur
verið í rannsókn undanfarnar vikur og á viðkvæmu stigi og því var ekki hægt að upplýsa aðra foreldra í leikskólanum fyrr en á síðari stigum málsins.”, segir Hanna J. Þórsteinsdóttir, leikskólastýra á Leikskólanum Sólborg.

Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar staðfestir að málið hafi
verið litið alvarlegum augum frá upphafi og að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða um leið og það kom upp.

Mannlíf hefur leitað við viðbrögðum frá leikskólanum Sólborg í Sandgerði vegna atburðarins sem átti sér stað þar. Spurt var um hvaða ráðstafana hefði verið gripið til, til þess að ganga úr skugga, með eins mikilli vissu og hægt væri hvort önnur börn hefðu orðið fyrir ofbeldi af hendi manneskjunnar sem er talin hafa beitt því.

Mannlíf hefur ítrekað spurningar sínar vegna aðgerða í kjölfar meints brots, sem snýr að öðrum börnum á þeirri deild sem atvikið átti sér stað.

- Auglýsing -

Sjá einnig https://www.mannlif.is/frettir/starfsmadur-a-leikskolanum-solborg-rekinn-fyrir-ad-beita-barn-ofbeldi/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -