Samkvæmt mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur brotum fjölgað milli mánaða. Skráð hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í apríl voru 674 talsins en tilkynningum um þjófnað fækkaði. Það sem af er ári hafa lögreglu borist töluvert færri tilkynningar vegna innbrota en síðustu þrjú ár á undan, eða um tíu prósentum færri.
Alls bárust 130 tilkynningar um ofbeldisbrot og fjölgaði slíkum tilkynningum milli mánaða. Þá fjölgaði einnig tilkynningum um heimilisofbeldi en voru þær 75 í apríl, samanborið við 66 í mars. Fjöldi skráðra fíkniefnabrota breytast lítið milli mánaða en alls bárust lögreglunni átta beiðnir um leit að týndum börnum og ungmennum í apríl.