- Auglýsing -
Ofbeldismaður réðst á öryggisvörð í verslun í miðborginni í morgun. Árásarmaðurinn hafði áður valdið usla í búðinni og var honum vísað á dyr. Hann veittist að öryggisverðinum með grjót að vopni og slasaði hann. Fórnarlamb ofbeldismannsins var flutt á slysadeild.
Á öðrum stað í borginni var tilkynnt sofandi mann í anddyri fjölbýlishúss. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn var einnig vopnaður og með þýfi meðferðis. Hann var læstur inni í fangaklefa.