Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Öflugt útspil frá Toyota

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Toyota C-HR er skemmtilegur tvinnbíll, vel útbúinn og góður í akstri.

Gefum okkur þú standir fyrir framan fataskápinn og sért á leið í veislu. Þar verður margt fólk sem þú þekkir lítið en þú lítur upp til. Því viltu koma vel fyrir, falla í hópinn en að sama skapi marka þér sérstöðu. Þú vilt koma skilaboðunum á framfæri um að þú sért til í ævintýri og óttist ekkert, en um leið ertu ekki að fara taka þátt í neinu rugli eða koma þér og þínum í vandræði. Hvaða föt velurðu?
Toyota C-HR er bíll sem var í þessari stöðu og ákvað að fara í fínustu skyrtuna sína og leðurjakka, stuttbuxur og hlaupaskó. Allt frábærar hugmyndir sem að öllu jöfnu ættu ekki að ganga upp saman en á einhvern undarlega heillandi hátt mynda frábæra blöndu.

Aftari hurðaropnarinn er á óvenjulegum stað og er einn af fjölmörgum sterkum útlitseinkennum C-HR.

Þegar ég settist upp í Toyota C-HR leið mér strax vel. Að utan er bíllinn skemmtilega agressívur, allar línur afgerandi og beinskeittar. Eylítið groddaralegar en á mjög skemmtilegan hátt, svolítið eins og leðurjakki. Hann öskrar á mann að hann sé til í þjóðveginn og að fara með þig alveg á enda slóðans.

Þegar sest er inn í bílinn er upplifun mun mýkri og fágaðari. Egypsk bómull kemur upp í hugann. Þrátt fyrir að um smábíl sé að ræða finnur maður strax að Toyota hefur vandað innviðinn. Allt efnisval og áferð gefa til kynna að meira er í lagt en í hinn hefðbundna smábíl. Þarna kemur fyrsta mótsögnin sem ég verð að segja að kom skemmtilega á óvart. Þessi auknu gæði skila sér eðlilega í hærra verði og vekur athygli að hægt er að fá til bæði Prius og Avensis á hagstæðara kjörum.

Haldið skal til haga að ég keyrði Hybrid C-HIC-útgáfu bílsins sem er einskonar lúxusútgáfa, vel útilátin aukabúnaði. Komum að því síðar.

C-HR er yndislegur bíll sem auðvelt er að líka vel við. Það er gott að keyra hann, hann er eyðslugrannur, vel heppnaður í útliti að innan sem utan, og svo er þetta Toyota.

Verandi tvinnbíll er eyðslan auðvitað komin í allt annan flokk. Hún er uppgefin 3,9 l/100 km en í akstri mínum var ég reyndar eylítið undir þeirri tölu. Öflugir hlaupaskór það.

Rafkerfi bílsins er að sama skapi þungt og gerir tvinnútgáfu bílsins ögn þunglamalegri en systraútgáfuna án tvinnkerfisins. Ekki misskilja, ég hefði aldrei haft orð á því hefði ég ekki prófað báðar útgáfur. Tvinnbíllinn er mjög snarpur og skemmtilegur í akstri á allan hátt. Ég upplifði aldrei að mig vantaði meira afl frá vélinni eða meiri snerpu frá sjálfskiptingunni. Allir hlutar bílsins unnu vel saman, en bara aðeins betur í bensínbílnum. En þá eykst eyðslan svo ég myndi hiklaust mæla með tvinnútgáfunni.

- Auglýsing -

Það er hægt að púsla bílnum saman á marga vegu er kemur að útliti og aukabúnaði. Í C-HIC-útgáfunni er meðal annars leðursæti og leður í mælaborði. Ætli hver og einn verði ekki að eiga það við sjálfan sig hvort líf viðkomandi þarfnist leðurs í mælaborðið.

Skjárinn fyrir aksturstölvuna er líka óvenju stór miðað við aðra hluta mælaborðsins. Ég fussaði yfir því til að byrja með en tók hann algjörlega í sátt þegar stórir hnappar skjásins gerðu allar skipanir svo miklu auðveldari á ferðinni. Þar til bíllinn tilkynnti að mér hefði borist tölvupóstur og hvort ég vildi ekki lesa hann. Fyrir utan að nú á að áttfalda sektarupphæðir fyrir afglöp undir stýri samanborið allt símabras, fannst mér það algjörlega fjarstæðukennt að lesa og hvað þá svara tölvupósti á ferð.

Augljóst er að Toyota hefur ákveðið að leggja vel í innri búnað C-HR sem er afar vel heppnaður.

C-HR er búinn einum kosti sem ég hef ekki fundið í neinum öðrum bíl í sama stærðarflokki. Ökumaðurinn situr nógu hátt til að losna við tilfinninguna að rassinn sé við það að skrapa malbikið. Það er líka mjög auðvelt að setjast inn í hann og standa upp, sem er alveg yndislegt fyrir fótafúna ökumenn eins og mig. Þetta skiptir alveg ótrúlega miklu máli.

C-HR er búinn einum kosti sem ég hef ekki fundið í neinum öðrum bíl í sama stærðarflokki. Ökumaðurinn situr nógu hátt til að losna við tilfinninguna að rassinn sé við það að skrapa malbikið. Það er auðvelt að setjast inn í hann og standa upp, sem er alveg yndislegt fyrir fótafúna ökumenn eins og mig.

- Auglýsing -

En að helsta galla C-HR: Buxunum, eða stuttbuxunum (ef svo má að orði komast). Skottpláss er af skornum skammti. Sé litið á upprunalega markhóp bílsins, ungt fólk í borgum, þá er þetta þónokkur ókostur því erfitt er að koma til dæmis barnakerru fyrir.

Fyrir utan það, er C-HR yndislegur bíll sem auðvelt er að líka vel við. Það er gott að keyra hann, hann er eyðslugrannur, vel heppnaður í útliti að innan sem utan, og svo er þetta Toyota. Og varðandi verðið … Ef þér líkar ekki við hann geturðu alltaf selt hann aftur, mögulega með hagnaði því slíkt eru endursölugildi Toyota hér á landi.

Eitt helsta einkenni C-HR eru afturljósin sem eru einn af þessum hlutum sem maður annað hvort elskar eða hatar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -