Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Ófremdarástand í Sælukoti: Eigandi leikskólans sagði ósatt um vitneskju sína

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rekstrarstjóri og eigandi Sælukots fór með ósannindi í viðtali við Morgunblaðið í dag. Þar segist hún aðeins hafa vitað af einu máli sem sneri að leikskólanum. Í samtali við Mannlíf í september var henni gert grein fyrir fjölda tilkynninga um vantrækslu og slæmar aðstæður innan leikskólans, bæði frá foreldrum og fyrrverandi starfsfólki.

Mannlíf hefur fjallað um Sælukot frá því í september á þessu ári. Fyrsta frásögnin birtist þann 22. September þar sem móðir barnsins sem talið er að hafi orðið fyrir kynferðisbroti steig fram og lýsti áfallinu.
Þar á eftir komu fleiri frásagnir bæði frá foreldrum og fyrrum starfsfólks leikskólans auk skýrslu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Þar kemur fram að eftirfylgnisferðir hafi aðeins verið farnar í eitt skipti frá árinu 2016, þrátt fyrir mörg frávik sem fram komu í reglubundnu eftirliti.

Samtalið hér að neðan hefur verið þýtt en það fór fram á ensku.
Þann 29. september ræddi blaðamaður við rekstraraðila Sælukots, Kumari eða Di di eins og hún kallar sig. Þar sem hún er spurð út í hin ýmsu mál í tengslum við leikskólann. Þar er henni gerð grein fyrir því að fjöldi ábendinga hafi borist blaðamanni og henni gefinn kostur á að svara fyrir það.
Segir Kumari meðal annars í samtalinu að móðir barnsins hafi hreinlega sagt ósatt í viðtalinu þann 22.september.

20 sögur í viðbót? Ég vissi það ekki“

Þegar blaðamaður fer að spyrjast fyrir um fjölda starfsfólks og barna við leikskólann þróast samtal blaðamanns og Kumari svo:

Kumari: „En mig langar að spyrja þig ertu að rannsaka málið(á hún við kynferðisbrotið) eða hversu margir starfsmenn eru, hversu margir krakkar?“

Blaðamaður: „Málið og leikskólann, bara einfaldar spurningar “.

- Auglýsing -

Kumari: „Er fókusinn á barnið eða er fókusinn eitthvað annað?“

Blaðamaður: „Áherslan er alltaf barnið, þess vegna er ég að skoða þetta mál vegna þess að það eru börn sem eiga í hlut og tel ég það mikilvægast af öllu. Sagan sem móðirin gaf mér er ekki eina sagan og langt því frá. Ég er með í kringum tuttugu sögur, sem innihalda ***“

Kumari: „20 sögur í viðbót? Ég vissi það ekki“

- Auglýsing -

Blaðamaður: „Ég er skoða allt, ábendingarnar sem við fáum eru ekki að detta af himni ofan, þær eru frá fólki,“ og bætir við að allar hliðar málsins séu skoðaðar.

 „Gerðu það,“ segir Kumari undir lok samtalsins sem er til á upptöku

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -