Óhætt er að fullyrða að algjört ófremdarástand ríki, eins og svo oft áður, á íbúðamarkaði hér á landi.
Eins og staðan er í dag hafa íbúðir sem auglýstar eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu aldrei nokkurn tímann selst eins hratt, en það herma margar öruggar heimildir Mannlífs innan fasteignamarkaðarins.
Fjölmörg dæmi er að finna þar sem fólk allt að því slæst um íbúðir og yfirboð eru á hverjum degi í auglýstum fasteignum til sölu.
Áðurnefndur fasteignasali sagði í samtali við Mannlíf að „orrustan um íbúðirnar er í fullum gangi og ég get nefnt sem dæmi að þeir fasteignakaupendur sem kíktu við á opið hús nýlega, var ekki skemmt, enda gríðarlega margir vongóðir kaupendur um nánast hverja einustu íbúð hér á landi sem skráð er á sölu; sem þýðir að til að hreppa hnossið þarf fólk klárlega að yfirbjóða mjög hressilega ætli það sér að næla í íbúð. Þessu má helst líkja við „villta vestrið“ hér í den; og það var nú ekki gott ástand. Það er bara þannig að stjórnvöld, ríki og bær, verða að byggja mikið og verða að byggja hratt, en samt vanda til verka.“
Slíkt ástand eins og nú ríkir á Íslandi veldur eðlilega mikilli hækkun íbúðarverðs, sem var fyrir að flestra mati alltof hátt. Og nú er að myndast flöskuháls og samkvæmt fasteignasölum er eina ráðið gegn honum að byggja fleiri íbúðir til sölu og/eða leigu.
Framboð íbúða er sorglega lítið og oft bitist um íbúðir á sölu, eins og áður var nefnt.
Á höfuðborgarsvæðinu í mars á þessu ári var meðalkaupverð um það bil 10 milljónum króna hærra en á sama tíma í fyrra – og þetta er veruleg hækkun fyrir almúgann í landinu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði starfshópur sem hefur nú lagt til að á næsta áratug verði byggðar 35 þúsund íbúðir til þess eins að mæta hinni gífurlegu eftirspurn og laga hina hræðilegu stöðu sem er á húsnæðismarkaðnum á Íslandi í dag.
Það fólk sem er að berjast með kjafti og klóm og hefur unnið myrkranna á milli til þess að komast í góða íbúð verður því að bíða þolinmótt í nokkuð langan tíma, sem er ekki eftirsóknarvert; því leigumarkaðurinn er nánast eins og í er mjög óáreiðanlegur og nánast ómögulegt að finna íbúð á höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á langtímaleigu sem er örugg og leiguverð sanngjarnt; þar er mánaðarleiga leiga miklu hærri en sem nemur mánaðarlegum afborgunum af íbúð, já og öryggið víða minna en ekki neitt.
Því er ekki óeðlilegt að margir vilji festa kaup á íbúð; eiga fyrir góðri útborgun og stóðust greiðslumat með glans. Þetta fólk er með allt til íbúðakaupa klappað og klárt en vegna ömurlegs ástands á húsnæðismarkaðinum nær mikill minnihluti fólks að kaupa íbúð, því yfirboðin á hverja einustu íbúð eru mörg og alls ekki allir sem ráða við þau.
Eins og staðan er nú, er gríðarlega mikill skortur á íbúðum, og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu; margir vongóðir kaupendur sem hafa leitað lengi að nýju heimili þurfa því að bíða enn um stund. Og jafnvel töluvert lengur en það, eða leita til nokkuð nálægra sveitafélaga þar sem íbúðaverð er mun lægra og framboð oft með ágætum.