Einkaþjálfarinn Massy Arias deilir hér sinni uppáhaldsæfingu sem er ofureinföld. Í þessari æfingu þarf engin lóð og er aðeins unnið með eigin líkamsþyngd.
Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi felst æfingin í því að ganga niður í planka, gera síðan armbeygju og færa hendur svo örugglega aftur að tám og standa upp.
Þeir sem treysta sér ekki til að gera armbeygju á tánum geta að sjálfsögðu gert hana á hnjánum, en mikilvægt er að nota kvið- og bakvöðva til að halda miðjunni sterkri í þessari æfingu.
Hægt er að endurtaka þessa æfingu nokkrum sinnum heima á stofugólfinu eða blanda henni saman við aðrar æfingar til að breyta til í æfingarprógramminu.