Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

„Og þetta er kveðjustundin þegar veran fer til síns heima – hvar  sem sá heimur er“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pétur Einarsson er með ólæknandi, sjaldgæft krabbamein og segist efast um að hann lifi til hausts. Hann segist ekki vera hræddur við dauðann. „En mig langar til að deyja án deyfilyfja af því að þá missi ég ekki af upplifuninni.“ Pétur heldur úti Facebook-síðunni Dagbók krabbameinssjúklings þar sem hann skrifar hugleiðingar og fólk segir frá sinni erfiðu lífsreynslu.

 

Pétur segir að hjónin séu búin að ákveða að það verði ekki jarðarför og Pétur vill verða brenndur, Svanfríður megi svo ráða hvað hún geri við öskuna. „Síðan á að vera indversk útför; þeir sem vilja eiga að kveikja kertaljós og hugsa til mín í 15 daga. Á 15. degi, ef veður leyfir, verður svolítil kveðjustund hérna niðri við Selárfoss sem er yndislega fallegur. Við sjáum fyrir okkur að það verði sungið ákveðið lag, Lýs milda ljós, og ég er með ákveðinn aðila í huga sem ég vil að segi nokkur orð um okkar vinskap,“ segir Pétur. Öðru má Svanfríður kona hans ráða, hún eigi þó að bjóða þeim gestum sem koma til hlöðu, og þar eigi að borða, dansa og drekka fram eftir nóttu, því þetta eigi að vera gleðistund. Pétur segist vita hvað gerist eftir dauðann og aðspurður um þátttöku hans í athöfninni svarar hann: „Mig langar til þess að vera þarna. Og þetta er kveðjustundin þegar veran fer til síns heima – hvar  sem sá heimur er. Ég hef hins vegar enga löngun til að verða einhvers konar afturganga og henda bókum upp í loftið.“

Texti / Svava Jónsdóttir
Myndir / Helgi Jónsson

Lestu viðtalið í heild sinni í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -