Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ógnandi lögreglumaður bannaði myndatöku frá Reykjanesbraut: „Áfram, áfram“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglubifreið með sírenum og ljósum stöðvaði fyrir aftan bifreið blaðamanns Mannlífs á Reykjanesbraut í morgun. Bifreiðin var kyrrstæð á vegöxlinni í þeim tilgangi að taka nokkrar myndir af eldgosinu við Stóra-Skógfell. Eftir örstutt stopp birtist lögreglubifreið og stöðvaði aftan við bifreiðina. Eins og vaninn er þá fór ökumaður út úr bifreiðinni til að hafa tal af lögreglunni sem vildi ekkert samtal en svaraði á háu nótunum og fyrirskipaði ökumanni að aka þegar af stað. Engin umferð var í næsta nágrenni og hættan engin þar sem bifreiðin var á vegöxlinni. Þrátt fyrir þá útskýringu að um væri að ræða fjölmiðil, að störfum og beiðni um að fá að taka myndir, hélt lögreglumaðurinn áfram að ítreka með háværum hætti að bifreiðinni skyldi tafaralaust ekið áfram. Hann tók í engu mark á ósk um að sýna kurteisi en endurtók aðeins í síbylju: „Áfram, áfram.“ Lögreglubíllinn elti síðan blaðamann með ljósin á að Grindavíkurafleggjaranum þar sem eftirför lauk. Þetta er dæmi um ákveðna harðstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum.

Lokað er inn Grindavíkurveg og öllum óheimilt að aka áleiðis að gosinu. Þetta er með öðrum brag en var við fyrstu gosin við Stóra-Hrút og Litla-Hrút þegar leiðir voru markaðar að útsýnisstöðum til að gefa fólki kost á að upplifa eldgosin.

Blaðamannafélag Íslands hefur boðað málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna framgöngu Lögreglustjórans á Suðurnesjum sem sakaður er um  takmarkanir á ferðafrelsi fjölmiðla. Mannlíf hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum til að tilkynna um framgöngu lögreglumannanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -