Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í slæmum málum eftir að hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag til að leita skýringa á vinnulagi lögreglunnar við að upplýsa um glæpi eða lögbrot. Þá hafði lögreglan upplýst að í hópi þeirra sem grunuð voru um brot á sóttvarnareglum í Ásmundarssal hafi verið háttvirtur ráðherra sem reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Athyglisvert er að Áslaug Arna hafði aðeins áhuga á því að komast að lekanum en ekki sjálfu brotinu. annað og alvarlegra lekamál varð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dómsmálaráðherra að falli sínum tíma. Hún hringdi í Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra, og hafði áhuga á rannsókn á sínum málum. Málin tvö eru ekki sambærileg að stærð en þau lýsa bæði dómgreindarbresti stjórnmálamanna sem fara með vandmeðfarin völd og ógna lögreglu sem eru að rannsaka mál þeim tengd …