Sé tekið 150 þúsund króna neytendalán býður Landsbankinn hagstæðustu kjörin á ársgrundvelli með 8,4% vöxtum og engu lántökugjaldi. Netgíró bjóða óhagstæðustu lánin með 15,4% vöxtum og 5.970 króna lántökugjaldi en skammt á eftir fylgir Pei með 12,9% vexti og 5.925 króna lántökugjaldi.
Því er árleg hlutfallstala kostnaðar lána frá Landsbankanum á 150 þúsund króna láni 10.6% og 37,8% hjá Netgíró, eða alls 40.800 krónur á ársgrundvelli.
Íslandsbanki býður hagstæðustu vextina, 7,14%, en hæsta lántökugjaldið eða 6.950 krónur. Vextir Arion eru 7.35% og lántökugjaldið 4.350 krónur.
Greiðslukortafyrirtækin, Borgun og Valitor, bjóða 10-11% vexti og bæði 5.250 króna lántökugjald.
Fyrir þá sem nota app greiðslulausnirnar er Aur hagstæðast með 11.75% vexti og 5.250 króna lántökugjald en eins og áður segir eru Netgíró og Pei með óhagstæðustu neytendalánin á markaðnum.