Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ók á konu í Elliðaárdal: Lögregla leitar ökumanns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns bifhjóls sem ók á konu á reiðhjóli á göngustíg í Elliðaárdal. Atvikið átti sér stað norðan Stekkjarbakka á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar og segir þar:

„Ökumaður bifhjólsins mun hafa numið staðar örstutt á vettvangi til að taka upp brak úr bifhjólinu, en síðan ekið áfram eftir göngustígnum til austurs án þess að kanna nokkuð með ástand konunnar. Hún var flutt á slysadeild og reyndist hafa handleggbrotnað við áreksturinn.“

Lögreglan ítrekar að þegar svona gerist sé það mikilvægt að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Þá sé það einnig áríðandi að málið sé tilkynnt til lögreglu. „Ekki síst vegna þess að áverkar eru ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi.“

Lögreglan biður ökumann bifhjólsins um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru þau sömuleiðis beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -