Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás í gærkvöldi en flytja þurfti þolanda á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þar höfðu tveir menn veist að einum aðila en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort gerendur hafi náðst. Á Suðurlandsbraut stöðvaði lögregla ökumann sem hafði ekið gegn umferð. Þegar lögregla ræddi við manninn kom í ljós að hann var ölvaður.
Síðar um kvöldið hafði starfmaður verslunar í Hlíðunum samband við lögreglu eftir að hann varð vitni af þjófnaði. Lögregla var fljót á vettvang og náði tali af meintum þjófum. Málið var því afgreitt á vettvangi. Þá sinnti lögregla útköllum vegna tveggja umferðaróhappa. Í fyrra skiptið var ökumaður á ferð án ökuréttinda og í hið seinna hafði ökumaður rafskútu ekið utan í bifreið. Sá hlaut áverka á höfði og öxl. Að öðru leyti var nóttin hjá lögreglu hin rólegasta.