Lögreglu barst tilkynning um innbrot í bát sem stóð við Skarfabakka um klukkn ellefu í gærkvöldi. Þjófarnir höfðu á brott með sér muni úr bátnum sem fundust klukkutíma síðar og málið því upplýst.
Bílslys varð á Sogavegi í hverfi 108 rétt fyrir miðnætti í gær. Ökumaður bifreiðarinnar ók á þrjá mannlausa bíla og talið er að hann hafi verið á töluvert miklum hraða. Samkvæmt dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi hlotið áverka og hafi verið lagður inn á slysadeild í kjölfar árekstursins.
Tveir bílar gjöreyðilögðust við skellinn en aðrir tveir skemmdust töluvert. Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum vímuvefna.