- Auglýsing -
Ökumaður sem hugðist rétta bifreið sína í stæði í miðbænum í gærkvöld missti stjórn á bifreiðinni og ók í gegnum rúðu veitingastaðar. Engin slys urðu á fólki.
Þetta atvik kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir kvöld- og næturvaktina.
Rúmlega 10 í gærkvöldi var tilkynnt um slagsmál í hverfi 105. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að þetta voru óðamála vinir sem voru í innilegum faðmlögum.
Um tvöleytið í nótt var 16 ára ökumaður stöðvaður í hverfi 109. Var hann fyrir akstur án ökuréttinda og eldri farþegi kærður fyrir að fela ökumanni stjórn ökutækis. Haft var samband við forráðamann og málið tilkynnt til barnaverndar.