Alex Kapranos, forsprakki hljómsveitarinnar Franz Ferdinand, hefur tjáð sig á Twitter um þá staðreynd að heiti hljómsveitarinnar fór að trenda á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að Bandaríkjamenn drápu einn æðsta herforingja Íran, Qassim Suleimani.
Suleimani, sem féll í drónaárás nærri alþjóðaflugvellinum í Baghdad í nótt, var náin samstarfsmaður Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran. Óttast margir að aftakan muni hafa afdrifaríkar afleiðingar en spennan milli Íran og Bandaríkjanna hafa hefur farið vaxandi síðustu misseri.
Vegna þessa hafa ýmsir líkt dauða Suleimani við morðið á erkihertoganum Franz Ferdinand árið 2014, sem er almennt talið marka upphaf seinni heimstyrjaldarinnar.
„Það er ekki svona sem ég vildi sjá nafnið á bandinu mínu trenda á Twitter,“ sagði Kapranos á samskiptamiðlinum. „Ég hélt í einfeldni minni að sagan væri til að læra af en ekki til að endurtaka,“ bætti hann við í öðru tísti.
Þá tjáðu liðsmenn sveitarinnar sig einnig á Twitter-síðu sinni …
For the record, we think #WWIII is a bad idea.
— Franz Ferdinand (@Franz_Ferdinand) January 3, 2020
… og Bandaríkjaforseti:
….of PROTESTERS killed in Iran itself. While Iran will never be able to properly admit it, Soleimani was both hated and feared within the country. They are not nearly as saddened as the leaders will let the outside world believe. He should have been taken out many years ago!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 3, 2020