Þetta er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 þann 19. maí til klukkan 05:00 þann 20. maí.
Þegar þetta er ritað gistir einn fangaklefa. Alls eru 39 mál bókuð í kerfum lögreglu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.
Gærkvöldið og nóttin hjá lögreglu með rólegasta móti. Þrátt fyrir frídag á öðrum í hvítasunnu virðast skemmtanaþyrstir höfuðborgarbúar hafa ákveðið að halda hvíldardaginn heilagan og var fátt á ferli í miðbæ Reykjavíkur.
Lögreglustöð 1: Tilkynnt um ungmenni við leik á byggingarsvæði en þau voru farin er lögreglu bar að garði. Einn ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og tveir aðrir handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Fluttir á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Einn ökumaður sektaður fyrir akstur á göngugötu og fyrir að hafa ekið án gildra ökuréttinda.
Lögreglustöð 2: Lögregla kölluð til vegna umferðarslyss. Einn aðili fluttur á slysadeild vegna beinbrots. Málið í rannsókn.
Lögreglustöð 3: Almennu eftirliti sinnt.
Lögreglustöð 4: Almennu eftirliti sinnt.