Í gær voru gerðar malbiksviðgerðir í Skeiðarvogi í Reykjavík sem olli því að loka þurfti fyrir umferð í báðar áttir í Skeiðarvogi á milli Sæbrautar og Langholtsvegar. Framkvæmdirnar stóðu yfir í nokkrar klukkustundir en ökumenn létu lokunina ekki stoppa sig og keyrðu upp á gangstéttir til að komast leiðar sinnar.
Vakin var athygli á þessu á Twitter með myndbandi sem gangandi vegfarandi tók. „Hér varð næstum slys rétt áður en upptaka hófst,“ skrifaði viðkomandi við myndbandið.
Lögreglan á höfuborgarsvæðinu skrifaði athugasemd við færsluna. „Þetta er ótrúlegt að sjá.“
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:
— Jóhann Gé (@JohannRoyal) November 26, 2019