Breska leikkonan Frankie Hough lést ásamt ófæddu barni sínu í bílslysi. Frankie var ásamt tveimur sonum sínum sem eru níu og tveggja ára og fjögurra ára frænda sínum í bíl sem lagður var við vegöxl þegar annar bíll lenti á honum. Ökumaður hins bílsins var langt yfir hámarkshraða.
Frankie lést en hún var gengin 18 vikur með sitt þriðja barn. Frændi hennar og eldri sonur voru í lífshættu en lifðu slysið af.
„Hún var einstök manneskja. Þetta var hræðilegt slys,“ sagði Paul Dunan sem lék með Frankie í þáttunum Hollyoaks. Paul lét fylgja hlekk á söfnun sem haldin er fyrir syni Frankie.
Adil Iqbal, ökumaður hins bílsins, hefur játað að hafa orðið Frankie að bana. Réttarhöld yfir honum hefjast þann 19.júlí.