Nánast öll verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt snerust um ökumenn og vandræði þeirra. ýmist drukkinna eða ódrukkinna
Í austurborginni bar ökumaður staðinn að því að aka bifreið án réttinda. Hann er þessu til viðbótar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.
Annar ökumaður bifreiðar er grunaður um að hafa ekið gegn rauðu umferðarljósi og misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt. Lögregla mætti á vettvang og rannsakaði umferðarslysið. Ökumaður bifreiðarinnar fluttur með sjúkrabifreið á Bráðamóttökuna en óljóst er með líðan ökumannsins. Bifreiðin var óökufær og dregin af vettvangi með dráttarbifreið.
Rétt fyrir miðnætti varð önnur bílvelta. Minniháttar slys varð á ökumanni sem fluttur var með sjúkrabifreið á Bráðamóttökuna. Bifreið stórskemmd og dregin af vettvangi af dráttarbifreið.
Maður var staðinn að verki í fjórða sinn við að bifreið sinni án þess að vera með réttindi. Mál hans afgreitt með vettvangsskýrslu. Hann þarf að greiða rúmlega 200 þúsund krónur í sekt.
Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Hann reyndist einnig sviptur ökurétti. Maðurinnn var látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.
Á svæði Mosfellsbæjarlögreglu varð mferðarslys þar sem ekið var á einstakling á hlaupahjóli. Sá hlaut minniháttar áverka. Ökumaður bifreiðarinnar nam ekki staðar og yfirgaf vettvang án þess að huga að fórnarlambi sínu. Málið er í rannsókn.