Okur íslenskra vefverslana var afhjúpað í stórri grein sem birtist fyrr í morgun. Sjá ítarlegri umfjöllun um okur íslenskra vefverslana hér. Álagning á einni peysu er allt að 1.060 prósent. Neytandinn gæti keypt sér tíu stykki án milligöngu íslenskrar vefverslanar.
Álagning 949 til 1.060 prósent
Hettupeysa sem hefur verið mjög vinsæl hér á Íslandi, sem og heiminum öllum, er seld hjá Nýkaup.is með 818 próent álagningu. Peysan kostar hjá þeim 9.995 krónur. Þegar uppruni vörunnar var rakinn mátti sjá að peysan kemur frá Alibaba.com, sem er kínversk heildsala. Verð peysunnar hjá Alibaba er 953 krónur (gengi dollara 18.mars 2021). Munurinn er því 949 prósent á einu stykki. Verð hjá heildsalanum Alibaba.com fyrir þessa vöru ef hún er keypt í magni, lækkar eftir því sem fleiri stykki eru tekin. Ef tekin eru 1000 stykki fer verið á hverri peysu niður í 862 krónur. Við erum því að horfa á mun upp á 1.060 prósent. Hér er einungis verið að skoða mun á verðið í íslenskri vefverslun í samanburði verðið sem peysan fæst á. Ekki er reiknuð inn í dæmið hin hefðbundnu gjöld sem leggjast ofan á vöruna, né annað.
Vöntun á upplýsingagjöf
Það er óskiljanlegt að álagning á peysuna sé allt að því 1.060 prósent. Það nær ekki nokkurri átt, sama hvernig horft er á málið eða gjöldum bætt við. Engar upplýsingar eru skráðar á síðunni varðandi það úr hvaða efni/efnum peysan er. Það teljast lágmarks upplýsingar, en þær eru ekki veittar. Það er mjög nauðsynlegt að neytendur sem versla á vefsíðum geti fengið allar mögulegar upplýsingar um vörurnar. Ástæðan er einföld þú hefur ekki möguleika á að skoða vörurnar eins og hægt er að gera í verslun. Þessu er verulega ábóta vant hjá mörgum íslenskum vefverslunum.
Feluleikur
Vefverslanir ganga oft langt í að reyna að fela uppruna varanna sem þær eru að selja. Hér að neðan má sjá mynd af téðri hettupeysu. Myndin til vinstri er frá upprunalegri síðu en sú til hægri er fá Nýkaup.is. Þarna er búið að skipta um andlit á konunni, annars sama myndin.
Smellið á myndirnar til þess að sjá í fullristærð