Sunnudagur 5. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Ólafía þriggja barna móðir varð heimsmeistari í Spartan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafía Kvar­an er fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem hrós­ar sigri á heims­meist­ara­móti í hindr­un­ar- og þrek­hlaup­inu Spart­an Race. Ólafía er heims­meist­ari í sín­um ald­urs­flokki en hlaupið fór fram í Squaw Valley í Lake Tahoe í Kali­forn­íu í haust.

 

Spart­an Race er hindr­un­ar­hlaup þar sem kepp­end­ur tak­ast á við ým­iss kon­ar hindr­an­ir á hlaupaleiðinni, sem er ut­an­vega, og oft með tölu­verðri hækk­un. Íþrótt­in nýt­ur gíf­ur­legra vin­sælda í Banda­ríkj­un­um og kepp­end­um fer jafn­framt fjölg­andi í Evr­ópu og Asíu, en keppt er í grein­inni í um það bil 40 lönd­um í heim­in­um.

Ólafía í Spartan

Ólafía er 49 ára, þriggja barna móðir, en hún leidd­ist út í Spart­an-hlaup af al­gjörri til­vilj­un. Litl­um hópi frá Íslandi var boðið að taka þátt á heims­meist­ara­mót­inu í liðakeppni í Spart­an-hlaupi fyr­ir tveim­ur árum. „Mér fannst þetta svo gam­an og ég hugsaði að ég yrði að prófa þetta aft­ur,“ seg­ir Ólafía, sem hef­ur nú öðlast þjálf­ara­rétt­indi í Spart­an-hlaup­um og hef­ur haldið Spart­an-nám­skeið hér á landi sem endaði með hóp­ferð í Spart­an-hlaup er­lend­is.

Ólafía í keppninni

Bak­grunn­ur Ólafíu er meðal annars í bootcamp sem hún hef­ur stundað í rúm­an ára­tug en hún er eini Íslend­ing­ur­inn sem hef­ur tekið þátt í heims­meist­ara­mót­inu í Spart­an-hlaupi og hún set­ur markið hátt. „Auðvitað ætla ég að gera eitt­hvað meira og næsta sem er í kort­un­um er að reyna að smita fleiri af þessu. Næsta sem er í bíg­erð er að setja sam­an aðra hóp­ferð í Spart­an-hlaup í vor. Leiðin á heims­meist­ara­mótið er löng og ströng, að minnsta kosti tvö úr­töku­mót, en Ólafía er sann­færð að fleiri Íslend­ing­ar muni ná langt í heimi hindr­un­ar­hlaupa á næstu árum.

Ólafía með verðlaunin

Ólafía er ein af þeim sem talar á fyrirlestradeginum Hamingja og árangur, á sunnudaginn 10. janúar í Hörpu. Þar mun íslenskt afreksfólk á heimsmælikvarða ræða leið sína að árangri, ásamt fagfólki í jafnvægislistinni um lífið. Meðal þeirra sem deila reynslu sinni verða þau Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðni Gunnarsson, Elísabet Margeirsdóttir, Vilborg Arna Gissuradóttir, Sölvi Tryggvason, Matti Óswald, og Ólafía, ásamt stuttum innleggjum frá Björgvin Pál Gústavssyni handbolta manni og John Snorra Sigurjónssyni fjallamanni og ofurhuga sem eru erlendis en ávarpa gesti í gegnum netið frá vettvangi.

Sjá einnig: Slysaðist á heimsmeistaramót

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -