- Auglýsing -
Re:member, nýjasta plata tónlistarmannsins Ólafs Arnalds, fær fína dóma í hinu virta tímariti Rolling Stone.
Í umsögn gagnrýnandans, sem gefur plötunni þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum, segir að á henni megi greina mildari útfærslur af aðalsmerki Ólafs, hina fallega melankólíu sem hafi bæði hljómað á plötu hans For Now I Am Winter frá 2013 og í tónlistinni við bresku verðlaunaþættina Broadchurch. Við indie-takta, póst-minimalískar endurtekningar og kvikmyndalega tónlist, sem Ólafursé þekktur fyrir, bætist við skemmtileg sjálfspilandi píanó. Platan sjálf sé allt í senn, sterk, sorgleg og sefjandi.
Mynd / Heiða Helgadóttir