Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, lést í gær. Hann var um árabil áberandi í samfélaginu. Ólafur stundaði framhaldsnám í læknisfræði og varð sérfræðingur í lyflækningum, hjartasjúkdómum, farsóttum og í embættislækningum.
Hann fæddist á Kjalarnesi 11. nóvember 1928, sonur hjónanna Ástu Ólafsdóttur og Ólafs Bjarnasonar.Eiginkona hans var Inga-Lill Marianne. Hún lést árið 2013. Þau eignuðust fimm börn. Barnabörn Ólafs eru 17 og barnabarnabörn níu.
Árið 1972 var hann skipaður landlæknir. Hann gegndi því embætti í 26 ár eða til ársins 1998.
Ólafur var sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1998. Vilhelm G. Kristinsson skráði ævisögu Ólafs.