Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagssstjóri, lést á aðfangadag á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli; var hann 100 ára að aldri en mbl.is greindi frá andláti hans.
Ólafur hóf störf hjá Kaupfélagi Hallgeirseyjar á Hvolsvelli árið 1946 og starfaði þar til ársins 1959.
Ólafur var kaupfélagssstjóri á Ólafsfirði á árunum 1959 til 1965 og síðan var hann kaupfélagsstjóri Kaupfélags Rangæinga frá árinu 1965 og allt fram til ársins. 1989.
Ólafur sat í bæjarstjórn og bæjarráði Ólafsfjarðar árin 1962-64; var nokkuð lengi formaður Framsóknarfélags Rangæinga; sat í miðstjórn Framsóknarflokksins. Ólafur var varaþingmaður eitt kjörtímabil og sat um tíma í stjórn Vinnumálasambands samvinnufélaganna; einnig í stjórn Meitilsins hf. í Þorlákshöfn.
Var Ólafur einn af stofnendum brids- og skákfélags Rangæinga og kom að stofnun Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu 1993, og var formaður félagsins um langt árabil.
Árið 2013, á 80 ára afmælishátíð Hvolsvallar, fékk Ólafur afhentan Atgeir Gunnars, sem er æðsta viðurkenning Rangárþings eystra.
Eiginkona Ólafs – Rannveig – lést árið 2009, en börn þeirra eru Ólafur, Baldvin, Ásta Halla og Ingibjörg Ýr. Barnabörnin eru tíu og barnabarnabörnin sextán.
Blessuð sé minning Ólafs Ólafssonar.