Föstudagur 13. desember, 2024
-0.4 C
Reykjavik

Ólafur Hrafn formaður RÍSÍ: „Væri ekki á lífi í dag nema fyrir Pieta-samtökin – þau björguðu mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við hjá RÍSÍ afhentum Pieta-samtökunum – samtök sem stunda forvarnarstarf gegn sjálfsvígum – fjóra Secretlab stóla fyrir skrifstofuna þeirra og starfsfólk; Secretlab stólar eru allra flottustu stólar á markaðnum og eiga Píeta samtökin bara það besta skilið,“ segir Ólafur Hrafn sem er formaður RÍSÍ sem er skammstöfun á Rafíþróttasambandi Íslands; samtök sem voru stofnuð til að vekja athygli á og styðja þróun rafíþrótta á Íslandi.

Saga Ólafs Hrafns og tilveru hans er nátengd Pieta-samtökunum.

„Pieta-samtökin standa mér mjög nærri; fæstir vita að ég er skjólstæðingur hjá þeim.“

Ólafur Hrafn segir það óumdeilt að „samtökin vinna mikilvægt starf í samfélaginu og standa að forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.“

Hann kemur inná umræðu varðandi neikvæð „áhrif tölvuleikjaspilunar og þó að því fari fjarri að allir sem spili tölvuleiki eigi við vandamál að stríða, þá getur það vissulega gerst og þá oftast til að forðast annan undirliggjandi vanda.

Það sorglega er að það er oft erfitt fyrir einstaklinga í þeirri stöðu að finna hjálp og skilning; þeir eiga bara að hætta þessu tölvurugli,“ segir Ólafur Hrafn og bendir á „mikilvægi Píeta samtakanna: „Þau taka á móti öllum opnum örmum og vinna með einstaklingnum með það að markmiði að byggja hann aftur upp. Það er ómetanlegt að við sem samfélag höfum svona þjónustu starfandi í samfélaginu og því finnst mér alltaf gaman að geta styrkt þetta góða starf.“

- Auglýsing -

Ólafur Hrafn segir að „þetta hefur líka persónulega þýðingu fyrir mig; eins og áður sagði er ég skjólstæðingur Pieta-samtakanna, og væri jafnvel ekki hér í dag, ef ekki væri fyrir þeirra frábæra starfsfólk.“

Hann nefnir að „í því ferli að ýta rafíþróttum úr vör kom tímabil þar sem erfitt var að sjá til sólar; spariféð var að klárast; styrkir sem aldrei komu juku álagið. Þó ég hafði óbilandi trú á verkefninu og þeirri brýnu þörf sem ég tel vera á því að við náum utan um tölvuleikjaáhugamálið í skipulögðu starfi, þá hafði ég enga trú á sjálfum mér; fannst ég kominn á endastöð og mér fannst ég hafa alveg brugðist; sjálfum mér – fjölskyldu minni og íslensku rafíþróttafólki,“ og það var „þá sem ég hélt út, óviss hvort að ég vildi snúa aftur heim; það leit allt betur út en að takast á við áskoranirnar sem voru í lífi mínu. Sextán tímum seinna svaraði ég hundraðasta símtalinu frá mömmu og nokkrum dögum seinna var ég kominn inn hjá Pieta-samtökunum.“

Ólafur Hrafn segir að „frá fyrsta fundi fann ég fyrir umhyggju og hlýju og í fyrsta sinn á minni lífsleið var ég tilbúinn að taka við hjálpinni sem var fyrir framan mig. Í dag hefur mér sjaldan liðið betur né verið sáttari með sjálfan mig; það hefur farið mikil vinna í þetta og hún hættir ekki á næstunni – en ég hef engar áhyggjur vitandi að ég get leitað til Pieta-samtakanna ef allt fer í skrúfuna aftur.“

- Auglýsing -

Með stólagjöfinni vildi Ólafur Hrafn þakka samtökunum fyrir það í raun og veru að bjarga lífi hans þegar sjálfsvígshugsanirnar herjuðu hvað mest á hann:

„Það hlýjaði mér því um hjartarætur að við gátum gefið þeim þessa stóla í dag,“ segir hann að lokum þakklátur og með ást í hjartanu til alls þess frábæra fólks sem starfrækir Pieta-samtökin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -